Þú ? 

Félaginn kemur á verkstæðið til bifvélavirkjans vinar síns og sest inn á kaffistofuna.

Bifvélavirkinn hellir uppá og þeir fara að spjalla. Áttu eitthvað bakkelsi ? spyr félaginn. Nei því miður svarar bifvélavirkinn. Ég er að reyna að passa línurnar. Og talandi um það, rosalega hefur þú lagt af. Já svarar félaginn, hálf vandræðalegur yfir hrósinu, takk fyrir það. Ertu búinn að vera í  ræktinni eða eitthvað ? Nei, alls ekki svarar hinn í flýti. Ég hef engu breytt í matnum og hreyfi mig ekki neitt. Ég hef bara enga orku í hreyfingu. Kem bara heim úr vinnunni, leggst í sófann og ligg þar fram eftir kvöldi. Satt best að segja er þetta orkuleysi óþolandi.

Hmm sagði bifvélavirkinn og ertu nokkuð líka alltaf þyrstur ? Og alltaf á klósettinu ?

Félaginn varð svo hissa að augun ætluðu út úr höfðinu á honum.

Sykursýki

Á endanum spurði  hann vin sinn hálf máttlaus ,,hvernig vissir þú þetta ?” Bifvélavirkinn svararði engu heldur stóð upp, náði í blað úr prentaranum og byrjaði að skrifa

  • Þyngdartap
  • Þreyta
  • Slen
  • Oft að míga
  • Sífellt þyrstur

 

Kannastu við þessi einkenni ? spurði bifvélavirkinn. Félaginn las punktana hvern á fætur öðrum og sagði svo ‘Talaðu, maður !’

Sko, ég vill ekkert vera að hræða þig sagði bifvélavirkinn en ég er búinn að vera með sykursýki í nokkur ár og því þekki ég helstu einkenninn. Auðvitað er séns að það sé eitthvað annað að hrjá þig, en ég myndi í þínum sporum panta mér tíma hjá lækni hið snarasta. Án þess að hugsa sig tvisvar um þreif félaginn upp símann og sló inn númerið á heilsugæslunni og með það var hann rokinn út.

Bifvélavirkinn lítur því næst á símann sinn og sér að hann er að verða of seinn í fótaaðgerð. Sykursjúkir þurfa að hugsa betur um fæturnar sínar því fætur þeirra eru viðkvæmari en annara. Lítið sár getur valdið því að fjarlægja þarf útlim á endanum. Bifvélavirkinn er staðráðinn í að halda öllum sínum útlimum sem lengst og mætir því  reglulega í fótaaðgerð.

Jóna Björg Ólafsdóttir

Löggiltur fótaaðgerðafræðingur

Líkami og sál

Nýlegar færslur
Hafa samband

Erum ekki við eins og er, en sendu okkur línu og við höfum samband við fyrsta tækifæri

0