Þú ?
Félaginn kemur á verkstæðið til bifvélavirkjans vinar síns og sest inn á kaffistofuna.
Bifvélavirkinn hellir uppá og þeir fara að spjalla. Áttu eitthvað bakkelsi ? spyr félaginn. Nei því miður svarar bifvélavirkinn. Ég er að reyna að passa línurnar. Og talandi um það, rosalega hefur þú lagt af. Já svarar félaginn, hálf vandræðalegur yfir hrósinu, takk fyrir það. Ertu búinn að vera í ræktinni eða eitthvað ? Nei, alls ekki svarar hinn í flýti. Ég hef engu breytt í matnum og hreyfi mig ekki neitt. Ég hef bara enga orku í hreyfingu. Kem bara heim úr vinnunni, leggst í sófann og ligg þar fram eftir kvöldi. Satt best að segja er þetta orkuleysi óþolandi.
Hmm sagði bifvélavirkinn og ertu nokkuð líka alltaf þyrstur ? Og alltaf á klósettinu ?
Félaginn varð svo hissa að augun ætluðu út úr höfðinu á honum.
