Nýlegar færslur
Nonni og Siggi voru í búingsklefnanum að klæða sig eftir að hafa verið í laugardagsboltanum með old boys, þegar Nonni lítur allt í einu niður á tærnar á Sigga. Hvað er að frétta ? sagði Nonni og varð starsýnt á tærnar á félaga sínum. Af hverju í ósköpunum eru neglurnar á þér svona ? spyr Nonni. Þetta er ógeðslegt ! Þetta hmm já svaraði Siggi með seimingi. Mér skilst að þetta sé sveppur í nöglunum . Nú er það ? Er ekkert hægt að gera við þessu ? Jú jú, en ég hef bara ekki komið mér í það.
Hvað meinaru ?
Hvað meinaru maður, hefur þú ekki komið þér í það ? Er þetta ekki smitandi ? Jú það er víst sagði Siggi og hann fann að hann skammaðist sín niður í rassgat fyrir að hafa ekki drullað sér af stað. Hann vissi allveg hvað hann átti að gera. Fótaðagerðafræðingurinn hafði jú sagt við hann í þetta eina skipti sem hann hafði farið til hennar að hann væri trúlega með sveppi í nöglunum. Hann mundi að hún hefði sagt honum að hann yrði að panta sér tíma hjá lækni sem gæti greint sveppinn. Svo þyrfti hann líklega að fara á lyf og koma svo reglulega til hennar til að spóla niður neglurnar. Til þess að berjast við sveppinn úr öllum áttum, mundi hann. Siggi varð hálfskömmustulegur. Ég hef bara ekki haft tíma sagði Siggi í hálfum hljóðum.
Sveppurinn hverfur ekki að sjálfu sér !
En bíddu ég skil ekki alveg sagði Nonni. Hverfur sveppurinn með tímanum ? Nei sagði Siggi. Ég man að fótaaðgerðafræðingurinn sagði það að sveppurinn færi ekki að sjálfu sér heldur þyrfti maður vinna í þessu þangað til að hann færi. Já en á meðan að þú ert ekki að gera neitt í þessu, heldur sveppurinn áfram að krauma og þú heldur áfram að smita aðra, ekki satt sagði Siggi. Ég held að það sé bara best að ég drífi í þessu núna að panta mér tíma hjá lækni og fá hann til að greina þetta og fer svo í framhaldinu til fótaaðgerðafræðings og bið hana að taka hælana á mér í leiðinni. Ég er komin með svo mikið sigg. Þú ættir nú kannski líka að panta þér tíma sagði Siggi við Nonna, mér sýnist hælunum á þér ekki veita af smá yfirhalningu !
Jóna Björg Ólafsdóttir
Löggiltur fótaaðgerðafræðingur
Líkami og Sál
566-6307