
Hafa samband
Við tökum vel á móti þér!
-
Jóna Björg Ólafsdóttir Fótaaðgerðarfræðingur
Jóna Björg er eigandi stofunnar Líkama og Sál ehf. Stofan er löngu orðin þekkt og er eitt af elstu fyrirtækjunum hér í Mosfellsbænum. Það má segja að þetta sé einskonar fjölskyldufyrirtæki. Móðir Jónu Bjargar, Hugrún Þorgeirsdóttir, stofnaði stofuna árið 1997 og rak hana þangað til árið 2014. Þá tók systir Jónu Bjargar , Fanney Dögg við stofunni og rak hana þangað til um áramót 2019-2020 þegar Jóna Björg tók við.
Jóna Björg útskirfaðist sem fótaaðgerðafræðingur frá Snyrtiakademiunni í Kópavogi árið 2015 og hefur starfað við fagið síðan. Jóna Björg útskrifaðist með fystu einkunn úr skólanum eða 9,6 í meðaleinkun. Fyrstu árin vann Jóna Björg við fótaaðgerðir á Líkama og Sál og einnig á hjúkrunarheimilinu Ísafold þar sem að hún fékk haldgóða reynslu í að meðhöndla fætur á eldra og oft veiku fólki. Mesta og besta reynsla Jónu Bjargar varðandi fótaaðgerðir var þó sú að vinna undir sterkri og dyggri handleiðslu móður sinnar, Hugrúnar Þorgeirsdóttur. Hugrún vann við fagið í yfir 30 ár og er einn af reynslumestu fótaaðgerðafræðingum landsins og það var aldrei komið að tómum kofanum þar þegar vantaði ráðleggingar eða hjálp. Enda sannast máltækið þar, ungur nemur gamall temur.
Jóna Björg hefur gríðarlega gaman af allir hreyfingu. Hestamennskan er hennar líf og yndi á milli þess sem að hún skíðar, hjólar, hleypur og gengur upp um fjöll og firnindi með hundinn sinn með sér. Hún er mikil fjölskyldumanneskja og finnst fátt skemmtilegra en að plata börnin sín og manninn í óvænt ævintýri þar sem að allt getur gerst.
Jóna Björg tekur á móti þér með brosi á vör og með einlægni í farteskinu og bíður þig hjartanlega velkomin á stofuna -
Sif Agnarsdóttir Fótaaðgerðafræðingur - SnyrtifræðingurSif útskrifaðist sem snyrtifræðingur árið 2006 og tók sveinspróf við fagið árið 2010. Mig dreymdi um að læra fótaaðgerðafræði frá því ég lærði snyrtifræði því þar fann ég ástríðu mína fyrir fótum, mér finnst ekkert eins skemmtilegt að hjálpa fólki að liða betur í fótunum. Árið 2020 ákvað ég að slá til og skráði mig í fótaaðgerðafræði hjá Keili og sé sko ekki eftir því og útskrifaðist ég i janúar 2022. Með bestu ákvörðunum sem ég hef tekið.Mín ástríða er að prjóna, ég er mikil fjölskyldu manneskja og finnst mér best að vera með börnin mín í fanginu.Ég hef mikla ástríðu fyrir andlegri heilsu og að öllum liður vel andlega.
-
Sólveig Sól Einarsdóttir Fótaaðgerðarfræðingur
Sólveig er elsti starfsmaðurinn hjá okkur á Líkama og Sál. Hún kom til okkar árið 2008 og hefur unnið hjá okkur síðan. Sólveig er löggiltur fótaðaðgerðafræðingur og starfar samhliða fótaðgerðunum á Skálatúni, þjónustukjarna fyrir fatlað fólk.
Sólveig lærði fótaaðgerðir í Svía ríki og útstkrifaðist frá úr Axelsons Gymnastika Institut í Medicinsk Fotvård árið 1991 sem fótaaðgerðafræðingur. Einnig tók hún snyrtifræðinám frá Mona Lisa Cosmetologskolen í Kaupmannahöfn og lauk því árið 1992. Árið 2007 útskrifaðist Sólveig sem félagsliði frá Borgarholtsskóla. Árið 2009 dreif Sólveig sig enn og aftur í nám og útskrifaðist sem einkaþjálfari ÍAK frá Heilsuakademíunni 2009
Sólveig hefur ma lokið við eftirfarnandi námskeið ; meðferð í fótum sykursjúkra , meðferð á fótum gigtveikra og meðferð á fótum aldraðra og mörg önnur.
Það er alltaf stutt í húmorinn hjá Sólveigu. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og tekur á móti þér með breiðu brosi. Hún er röggsöm og vílar aldrei hlutina fyrir sér. Sólveig hefur gríðarlega mikinn blakáhuga og spilar blak af ástríðu. Þess á milli þegar hún er ekki á blakæfingunum knúsar hún barnabörnin sín og fer út að ganga með hundana sína á Kjalarnesinu. -
Renata Sérfræðingur í varanlegri förðun
Renata er sérfræðingur í varanlega förðun – tattoo og lauk námi sínu með alþjóðlegt diploma frá Nouveau Contour.
Eining hefur hún verið dugleg að sækja námskeið sem viðkoma faginu bæði hér heima og erlendis.
Hún hefur einnig bætt við sig Microblade tækninni við gerð varanlegrar förðunar á augabrúnum og Tattoo Removal tækni sem fjárlægja gamalt tattoo.
Renötu finnst ótrulega gaman að ferðast bæði innanlands og erlendis. Hún er mikill fjölskyldukona og henni finnst gaman að ferðast með fjölskyldu sinni og finna nýja staði sem hefur aldrei farið á.