Nýlegar færslur
Ojj afi ertu með vörtu á tánni , spurði drengurinn afa sinn, sem sat í hægindastólnum sínum og glápti á sjónvarpið. Hmm þessi já, hún hefur nú verið þarna lengi. Hefur þú heyrt um vörtur spurði afi drenginn, án þess að líta upp frá sjónvarpinu. Já ég hef alveg heyrt um vörtur svaraði drengurinn. Mamma eins vinar míns er fótaaðgerðafræðingur og hún er alltaf að taka vörtur af fólki.
Vörtur
Finnur þú ekkert fyrir vörtunni spurði drengurinn afa sinn. Ha jú jú oft finn ég nú fyrir henni blessaðri. En ætlar þú ekki að láta taka hana ? spurði drengurinn hissa. Jú jú kannski einhvern tíma sagði afinn. Já en afi, sagði drengurinn þú veist að þú getur smitað ömmu af vörtunni og svo alla hina sem þú hittir í sundlauginni. Nú er það virkilega sagði afinn og leit nú í fyrsta sinn upp frá sjónvarpinu. Ja, mér þykir þú aldeilis fróður um þessi mál. Og getur þú kannski þá sagt mér hvað maður á að gera við svona vörtum spurði afinn. Já ég veit sko allt um það svaraði drengurinn.
Þú ferð til fótaaðgerðafræðings
Stóri bróðir vinar míns sem er orðin fullorðinn hann þurfti að láta taka vörtu af fætinum á sér og ég og vinur minn fengum að fylgjast með. Fótaaðgerðafræðingurinn skar ofan af vörtunni og það var sko mikið sem hún þurfti að skera. Næst tók hún einhvern svona penna og brenndi vörtuna og þá varð vartan öll svört. Svo var hún með eitthvað sem frysti vörtuna og þá varð vartan öll svona hvít. Þegar hún var búin að öll þessu setti hún svona vörtueitur á hana og plástur þar yfir. Svo átti stóri bróðirinn að koma aftur og að bera sjálfur á sig vörtueitur heima í millitíðinni. Drengurinn gat ekki verið annað en ánægður með sjálfan sig fyrir að hafa munað þetta allt og geta ráðlagt hundgömlum afa sínum . Og var það aftur sem ég átti að gera spurði afi drenginn. Hringdu bara og pantaðu tíma á fótaaðgerðastofu. Fótaaðgerðafræðingar fjarlægja vörtur,
Jóna Björg Ólafsdóttir
Löggiltur fótaaðgerðafræðingur
Líkami og Sál
5666307