Meðferðir

Fótaaðgerð

Meðferðin hefst á því að fætur eru settir í mýkjandi fótabað. Sigg og hörð húð er fjarlægt af hælum og álagssvæðum. Því næst eru neglur þynntar sé þess þörf, mótaðar og klipptar rétt.  Naglabönd eru snyrt og klippt. Líkþorn fjarlægt og vörtur meðhöndlaðar.  Fætur eru svo nuddaðir upp úr nærandi fótakremi.

Fætur

Létt fótsnyrting með lökkun (45mín)

Í léttri fótsnyrtingu er lögð áhersla á að snyrta neglur og naglabönd, ekki er innifalið að láta taka sigg undir fótum. Fótakrem er borið á í lokin og neglur lakkaðar. A.T.H ekki er hægt að að fá það sama út úr léttri fótsnyrtingu og fullri fótsnyrtingu þar sem hún tekur helmingi styttri tíma.

Fótsnyrting (60mín)

Meðferðin hefst á því að fætur eru settir í mýkjandi fótabað og því næst eru neglur klipptar og mótaðar. Naglabönd eru snyrt og klippt og neglur hreinsaðar og þynntar sé þess þörf. Fætur eru raspaðir til þess að minnka sigg og harða húð. Fætur eru svo nuddaðir upp úr nærandi fótakremi.

Fótsnyrting með lökkun (75mín)

Meðferðin hefst á því að fætur eru settir í mýkjandi fótabað og því næst eru neglur klipptar og mótaðar. Naglabönd eru snyrt og klippt og neglur hreinsaðar og þynntar sé þess þörf. Fætur eru raspaðir til þess að minnka sigg og harða húð. Fætur eru svo nuddaðir upp úr nærandi fótakremi og neglur lakkaðar.

Lúxus fótsnyrting (lökkun innifalin) (105mín)

Meðferðin hefst á mýkjandi fótabaði, neglur eru klipptar og mótaðar ásamt því að naglabönd eru snyrt og klippt. Neglur eru hreinsaðar og þynntar ef þess gerist þörf. Fætur raspaðir til þess að minnka sigg og harða húð. Fætur eru því næst skrúbbaðir upp að hnjám með fótaskrúbb og nuddaðir upp úr nærandi fótakremi. Fætur eru vafnir inn í heitan paraffin vax maska sem nærir og mýkir og að lokum er lökkun innifalin sé þess óskað.

Paraffin maski á fætur (15mín)

Heitur paraffin maski á fætur nærir og mýkir húðina ásamt því að vera góður fyrir liðamót og vöðva.

Gel á táneglur (60mín)

Hunangs gel sett á táneglur, val um heillit eða “french pedicure”.

Fótsnyrting með gel á táneglur (90mín)

Fótsnyrting ásamt gel á táneglur. Val um heillit eða “french pedicure”.

Hafa samband

Erum ekki við eins og er, en sendu okkur línu og við höfum samband við fyrsta tækifæri

0