Meðferðir

Andlitsmeðferðir

Smá andlitsbað 30 mín 

Stutt útgáfa að andlitsbaði, yfirborðshreinsun, djúphreinsun, nudd og maski. Í lokinn er viðeigandi andlits og augnkrem borið á.

Klassískt andlitsbað 60 mín

Yfirborðshreinsun og djúphreinsun ásamt nuddi á bringu, andlit, axlir og höfuð. Krem maski valinn eftir húðgerð og settur á. Viðeigandi serum, andlits og augnkrem borið á.

Lúxus andlitsmeðferð 90 mín

Lúxus útgáfa af andlitsmeðferð. Yfirborðshreinsun, djúphreinsun, gufa og létt kreistun fyrir þá sem það vilja. Nudd á bringu, andlit axlir og höfuð. Sérmaski valin eftir húðgerð og augnmaski settur á. Hendur nuddaðar upp að öxlum á meðan maski bíður á. Viðeigandi serum, andlits og augnkrem borin á í lokinn.

Húðhreinsun fyrir 17 ára og yngri 60mín

Yfirborðshreinsun, djúphreinsun, og húð hituð upp með gufu ásamt því að húðin er kreist. Hátíðni notuð ef þess gerist þörf og hreinsandi andlitsmaski borinn á. Viðeigandi andlitskrem borið á í lokin.

Húðhreinsun 60mín

Yfirborðshreinsun, djúphreinsun, og húð hituð upp með gufu ásamt því að húðin er kreist. Hátíðni notuð ef þess gerist þörf og hreinsandi andlitsmaski borinn á. Viðeigandi andlitskrem borið á í lokin.

[ comfort zone ] sér meðferðir fyrir andlit

Hydramemory stutt rakameðferð 30mín

Stutt sérmeðferð frá Comfort Zone þar sem notast er við vörur úr Hydramemory sem er rakalína Comfort Zone. Hydramemory meðferðin er stútfull af Hyaluronic sýrum sem er náttúrulegt efni sem á þátt í að halda húðinni “unglegri”. Hentar öllum húðgerðum en helst þurri húð.

Hydramemory rakameðferð 50mín

Sérmeðferð frá Comfort Zone þar sem notast er við vörur úr Hydramemory sem er rakalína Comfort Zone. Hydramemory meðferðin er stútfull af Hyaluronic sýrum sem er náttúrulegt efni sem á þátt í að halda húðinni “unglegri”. Hentar öllum húðgerðum en helst þurri húð.

Ávaxtasýrumeðferð / Sublime skin peel 45mín

Ávaxtasýrumeðferð frá Comfort Zone þar sem markmiðið er að örva húðflögnun. Ávaxtasýrumeðferð gefur húðinni raka og ljóma ásamt því að grynnka fínar línur, minnka bólur og óhreinindi. Meðferðin vinnur einnig vel á opnum húðholum og grófri húð. Hentar öllum húðgerðum nema þeim sem eru með mikinn rósroða.

Remedy Soothing / Róandi og sefandi meðferð 50 mín

Sérmeðferð frá Comfort Zone séstaklega fyrir viðkvæma húð og húð með rósroða. Vinnur að því að draga úr roða og viðkvæmni ásamt því að byggja upp varnir húðarinnar.

Active Pureness / Hreinsandi meðferð 60mín

Sérmeðferð frá Comfort Zone sem hentar sérstaklega þeim sem eru með óhreina og feita húð. Húðin er hreinsuð og kreist og innifalið er notkun á Active Pureness sérmaska frá Comfort Zone. Húðin verður hreinni, mattari og í meira jafnvægi.

Sublime skin deluxe lyftandi meðferð 75mín

Lúxus sérmeðferð frá Comfort Zone sem felur í sér ávaxtasýrur og sérmaska sem er sérstaklega lyftandi og stinnandi. Vinnur á móti öldrun húðarinnar. Mælt með fyrir 30 ára og eldri.

Augu og brúnir

Litun og plokkun augnhár og brúnir (35mín)

Augabrúnir og augnhár lituð auk þess sem augabrúnir eru mótaðar með plokkun eða vaxi.

Litun og plokkun/vax á augabrúnir (30mín)

Augabrúnir litaðar og mótaðar með plokkun eða vaxi.

Litun á augnhár og brúnir án plokkunar/vax (25mín)

Augnhár og augabrúnir lituð ÁN þess að augabrúnir séu plokkaðar eða vaxaðar.

Litun á brúnir eða augnhár án plokkunar/vax (20mín)

Hér eru augnhár EÐA augabrúnir lituð ÁN þess að augabrúnir séu vaxaðar eða plokkaðar.

Plokkun eða vax á augabrúnir (15mín)

Augabrúnir mótaðar með vaxi eða plokkun.

Augnhárapermanent / Lash lift (45mín)

Augnhárapermanent eða Lash lift brettir upp augnhárin svo útkoman er fallega sveigð augnhár í 6-8 vikur. A.T.H litun er ekki innifalin í verði en ef litun/plokkun er tekin með er veittur 25% afsláttur!

NovaLash augnháralengingar

NovaLash Klassísk augnháralenging ásetning 120 mín

Í klassískri augnháralengingu eru stök hár límd á stök náttúruleg hár. Hentar vel þeim sem vilja lengri augnhár en vilja hafa náttúrulegt útlit. NovaLash augnhár þola olíur og eru samstundis vatnsheld.

NovaLash American Volume augnháralenging ásetning 120mín

Í American Volume eru búnir til handgerðir vængir með 2-8 hárum í sem eru svo límd á stök náttúruleg hár. Gefur aukinn þéttleika og lengd. NovaLash augnhár þola olíur og eru samstundis vatnsheld.

NovaLash London Volume augnháralenging ásetning 150

Í London Volume eru búnir til handgerðir vængir með 9-15 hárum í sem eru svo límd á stök náttúruleg hár. Gefur mjög þétt úrlit og hentar þeim sem vilja mikinn þéttleika. NovaLash augnhár þola olíur og eru samstundis vatnsheld.

NovaLash Klassísk augnháralenging endurkoma 60mín

Klassísk augnhár lagfærð og fyllt innn í. Mælt er með að koma á 3-5 vikna fresti í endurkomur eða þegar 40-50% af lengingunni er enn eftir. Ef liðnar eru meira en 5 vikur frá síðasta skipti í augnhárum telst meðferðin ekki endurkoma heldur ásetning.

NovaLash American Volume augnháralenging endurkoma 60mín

American Volume augnháralenging lagfærð og fyllt inn í. Mælt er með að koma á 3-5 vikna fresti í endurkomur eða þegar 40-50% af lengingunni er enn eftir. Ef liðnar eru meira en 5 vikur telst meðferðin ekki endurkoma heldur ásetning.

NovaLash London Volume augnháralenging endurkoma 75mín

London Volume augnháralenging lagfærð og fyllt inn í. Mælt er með að koma á 3-5 vikna fresti í endurkomur eða þegar 40-50% af lengingunni er enn eftir. Ef liðnar eru meira en 5 vikur telst meðferðin ekki endurkoma heldur ásetning.

NovaLash neðri augnhár 30mín

Stök hár límd á stök neðri augnhár. A.T.H endist í 1-3 vikur. Hentar fyrir sérstök tilefni.

NovaLash Candied lashes glimmer hár sem viðbót við ásetningu eða endurkomu (5mín): 6 glimmer hár bætt inn í ásetningu eða endurkomu. Hentar vel fyrir sérstök tilefni eins og jól og áramót.

NovaLash viðkvæmnispróf / Pach test (15mín)

Boðið er upp á að koma til okkar og fá 3 stök hár sett á sitthvoru megin til þess að kanna hvort fram komi viðkvæmni eða ofnæmisviðbrögð við líminu eða þeim vörum sem notaðar eru. Mælt með fyrir þá sem eru ofnæmisgjarnir og hafa fengið ofnæmi fyrir t..d. hár og augnháralitum og fólk með rósroða.

Hendur

Létt handsnyrting án lökkunar (30mín)

Létt handsnyrting felur í sér að neglur eru klipptar og mótaðar, naglabönd eru mýkt með naglabandaeyðir og snyrt. Í lokin er naglabandaolía borin á naglabönd og hendur nuddaðar létt með mýkjandi handáburð.

Létt handsnyrting með lökkun (45mín)

Létt handsnyrting felur í sér að neglur eru klipptar og mótaðar, naglabönd eru mýkt með naglabandaeyðir og snyrt. Í lokin er naglabandaolía borin á naglabönd og hendur nuddaðar létt með mýkjandi handáburð. Lökkun með undir og yfirlakki innifalin.

Klassísk handsnyrting án lökkunar (45mín)

Neglur og naglabönd eru mýkt í handabaði. Naglabönd eru snyrt og þau nærð með naglabandaolíu. Neglur eru klipptar sé þess þörf og þær mótaðar, þá eru neglur bónþjalaðar og hendur nuddaðar með nærandi handáburð.

Klassísk handsnyrting með lökkun (60mín)

Neglur og naglabönd eru mýkt í handabaði. Naglabönd eru snyrt og þau nærð með naglabandaolíu. Neglur eru klipptar sé þess þörf og þær mótaðar, þá eru neglur bónþjalaðar og hendur nuddaðar með nærandi handáburð. Neglur eru lakkaðar með undirlakki, lituðu lakki og yfirlakki.

Lúxus handsnyrting (lökkun innifalin) (90mín)

Í lúxus handsnyrtingu eru neglur og naglabönd mýkt í handabaði og naglabönd snyrt, neglur eru klipptar ef þarf og þær mótaðar. Neglur eru bónþjalaðar og naglabandaolía borin á. Hendur eru skrúbbaðar með kornakrúbb upp að olnbogum og hendur nuddaðar upp úr nærandi handáburð. Höndum er svo dýft í heitan paraffin vax maska sem nærir og mýkir. Lökkun er innifalin sé þess óskað.

Paraffin maski á hendur (15mín)

Heitur paraffin maski á hendur nærir og mýkir húðina ásamt því að vera góður fyrir liðamót og vöðva.

Lökkun á snyrtar neglur (15mín)

Neglur lakkaðar með undirlakki lit og yfirlakki, naglabönd eru ekki snyrt né neglur þjalaðar eða klipptar.

Calgel neglur

Litað gel á eigin neglur (60mín):

Litað gel frá Calgel sett á eigin neglur sem styrking. A.T.H. neglur eru ekki lengdar heldur er aðeins notast við þá lengd sem neglurnar eru í.

French gel á eigin neglur (70mín)

Calgel sett yfir eigin neglur með “french sem neglurnar eru í.

Lagfæring á lituðu geli á eigin neglur (90mín)

Litað gel frá Calgel lagfært og nýtt sett yfir.

Lagfæring á french geli á eigin neglur (100mín)

Calgel lagfært og “french manicure” Calgel sett yfir.

Lagfæring á gel nöglum sem eru ekki frá Calgel (105mín)

Þegar komið er til okkar með gel neglur sem eru ekki frá okkur/Calgel þá eru þær lagfærðar og Calgel sett yfir eigin neglur.

Leysa gel af og neglur nærðar (50mín)

Gel neglur fjarlægðar og neglur og naglabönd snyrt. í lokin er naglaherðir borinn á til þess að styrkja neglurnar.

Fótaaðgerð

Meðferðin hefst á því að fætur eru settir í mýkjandi fótabað. Sigg og hörð húð er fjarlægt af hælum og álagssvæðum. Því næst eru neglur þynntar sé þess þörf, mótaðar og klipptar rétt.  Naglabönd eru snyrt og klippt. Líkþorn fjarlægt og vörtur meðhöndlaðar.  Fætur eru svo nuddaðir upp úr nærandi fótakremi.

Fætur

Létt fótsnyrting með lökkun (45mín)

Í léttri fótsnyrtingu er lögð áhersla á að snyrta neglur og naglabönd, ekki er innifalið að láta taka sigg undir fótum. Fótakrem er borið á í lokin og neglur lakkaðar. A.T.H ekki er hægt að að fá það sama út úr léttri fótsnyrtingu og fullri fótsnyrtingu þar sem hún tekur helmingi styttri tíma.

Fótsnyrting (60mín)

Meðferðin hefst á því að fætur eru settir í mýkjandi fótabað og því næst eru neglur klipptar og mótaðar. Naglabönd eru snyrt og klippt og neglur hreinsaðar og þynntar sé þess þörf. Fætur eru raspaðir til þess að minnka sigg og harða húð. Fætur eru svo nuddaðir upp úr nærandi fótakremi.

Fótsnyrting með lökkun (75mín)

Meðferðin hefst á því að fætur eru settir í mýkjandi fótabað og því næst eru neglur klipptar og mótaðar. Naglabönd eru snyrt og klippt og neglur hreinsaðar og þynntar sé þess þörf. Fætur eru raspaðir til þess að minnka sigg og harða húð. Fætur eru svo nuddaðir upp úr nærandi fótakremi og neglur lakkaðar.

Lúxus fótsnyrting (lökkun innifalin) (105mín)

Meðferðin hefst á mýkjandi fótabaði, neglur eru klipptar og mótaðar ásamt því að naglabönd eru snyrt og klippt. Neglur eru hreinsaðar og þynntar ef þess gerist þörf. Fætur raspaðir til þess að minnka sigg og harða húð. Fætur eru því næst skrúbbaðir upp að hnjám með fótaskrúbb og nuddaðir upp úr nærandi fótakremi. Fætur eru vafnir inn í heitan paraffin vax maska sem nærir og mýkir og að lokum er lökkun innifalin sé þess óskað.

Paraffin maski á fætur (15mín)

Heitur paraffin maski á fætur nærir og mýkir húðina ásamt því að vera góður fyrir liðamót og vöðva.

Gel á táneglur (60mín)

Hunangs gel sett á táneglur, val um heillit eða “french pedicure”.

Fótsnyrting með gel á táneglur (90mín)

Fótsnyrting ásamt gel á táneglur. Val um heillit eða “french pedicure”.

Nuddmeðferðir

Heilsu- og slökunarnudd 60 mín

Heilnudd

Einstaklingsmiðað nudd sem losar um spennu og bólgur og eykur blóð- og súrefnisflæði til vöðva. Heilnudd hjálpar til við losun úrgangsefna og getur aukið hreyfigetu.  Heilsu- og slökunarnudd mýkir vöðva, gefur góða slökun og velliðan og losar um streitu og þreytu í líkamanum.

Í heilnuddi notar Helga blöndu af klassísku- og íþróttanuddi, heita náttúrusteina,TP meðferð, svæðanudd o.fl.

Heilsunudd er góð viðbót við aðra heilsurækt og hjá mörgum orðið hluti af lífsstíl.

Partanudd 45 mín

Ákveðin svæði líkamans nudduð í 45 mín allt eftir óskum hvers og eins.

Partanudd 30 mín

Ákveðin svæði líkamans nudduð í 45 mín allt eftir óskum hvers og eins. 

Sogæðanudd 60 mín

Sogæðanudd er gott slökunarnudd með mjúkum strokum þar sem markmiðið er að styrkja sogæðakerfi líkamans, koma hreyfingu á sogæðavökva og örva flutning hans til eitla og aftur inn í blóðrásina til viðhalds og jafnvægis.

Sogæðanudd getur virkað vel við bjúgsöfnun, verkjum, þreytu, sleni og slappleika, vefjagigt, húðvandamálum, meltingarvandamálum, veiku ónæmiskerfi, svefnleysi, fótapirringi o.fl.

Mikilvægi vatnsdrykkju fyrir og eftir meðferð

Sogæðanudd skilar bestum árangri með endurtekinni meðferð

Svæðanudd 30 mín

Nuddmeðferð á fótum – iljum sem stuðlar að jafnvægi í líkamanum. Svæðanudd byggist á þeirri kenningu að til séu viðbragðspunktar á fótum og höndum sem svara til hvers líffæris, innkirtla og uppbyggingar líkamans. Með því að nudda og þrýsta á svæðin má draga úr spennu og ná fram vellíðun í líkamanum.

Vinnustaðanudd

Farið er inn í fyrirtæki og starfsmenn fá 15 mín nudd á setnuddstól (í fötum)- bak, herðar, handleggir, og unnið á aumum punktum

 

Markþjálfun 60 mín

Vilt þú hlusta betur á hjartað þitt?

Viltu láta drauma þína verða að veruleika?

Viltu setja þér markmið og fylgja þeim?

Tímar í markþjálfun geta hjálpað þér að kynnast sjálfri/sjálfum þér betur og vera meðvitaðri um þig og þínar langanir. Markþjálfun hjálpar einstaklingum að öðlast varanlega breytingu með því að hlúa að sjálfmiðuðu námi og persónulegum vexti. Sá sem sækir markþjálfun tekur skref sem gerir framtíðarsýn, markmið og óskir hans að veruleika.

Heilun og miðlun 60 mín

Opnað er fyrir hreinan kærleika frá alheimi með það að markmiði að koma á tengingu hjá þeim sem gefin er heilun við sinn innri kraft og sjálfsheilun. Meðferðaraðili er einungis farvegur fyrir heilunarkraftinn. Með miðlun eru borin boð frá leiðbeinendum og þeim sem tengdir eru þeim einstaklingi sem meðferðina hlýtur.

 

Hafa samband

Erum ekki við eins og er, en sendu okkur línu og við höfum samband við fyrsta tækifæri

0