Print

Handsnyrtingar

Fallegar hendur eru miklivægur þáttur í heildstæðu útliti kvenna og karla. Vel snyrtar hendur eru merki þess að viðkomandi lætur sér annt um útlit sitt í víðara samhengi. Við notum vörur frá Alessandro og pronails í okkar handsnyrtingar.

Handsnyrting (60-90 mín)

Í handsnyrtingu eru neglur mótaðar til, naglabönd snyrt og þau nærð með mýkjandi kremum. Nöglin er nudduð upp úr kornakremi sem sléttir yfirborð hennar og gefur fallegri ljóma. Nöglin er svo pússuð með bónþjöl sem veitir fallegan glans og gefur nöglunum heilbrigt útlit. Neglur eru lakkaðar óski viðskiptavinur eftir því. Við vekjum athygli á því að viðskiptavinur getur komið með sitt lakk með sér, eða fegið lakk keypt hjá okkur, og bætist þá sá kostnaður við meðferðina. Í lok meðferðar er veitt djúpslakandi handanudd.

LÚXUS- handsnyrting (90 mín)

Við bjóðum einnig upp á LÚXUS- handsnyrtingu, en þá er meðferðin eins og hefðbundin handsnyrting, en við hana bætist létt nudd  með olíukenndu kornakremi  fyrir hendur, sem mýkir og nærir húðina. Hendur viðskiptavinar eru næst settar í ilvolgt parafinevax sem hvorutveggja nærir og mýkir húðina, hefur frábær áhrif á verki  í liðum og veitir dásamlega vellíðan. 

Við mælum með LÚXUS handsnyrtingu í gjafabréfið!

Opnunartími

Virka daga: 9 - 16

Laugardaga: opið eftir samkomulagi

 


 

Tímapantanir í síma: 566-6307

dermatude 

Gernetic bæklingur

Facebook

 

 

epilast

 

fis

 

 

noveau contor

 

 Félag kvenna í atvinnurekstri